Nafnhefðir eru sterkar í ættinni sem kennd er við bæinn Hæl í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, hvar tvíbýlt er. Í beinan karllegg sex ættliða eru nöfnin sitt á hvað Einar og Gestur og engin undantekning á því
Hæll Mektarbýli þar sem sama ættin hefur setið um langan aldur.
Hæll Mektarbýli þar sem sama ættin hefur setið um langan aldur.

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

Nafnhefðir eru sterkar í ættinni sem kennd er við bæinn Hæl í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, hvar tvíbýlt er. Í beinan karllegg sex ættliða eru nöfnin sitt á hvað Einar og Gestur og engin undantekning á því. Einar Gestsson (1843-1920) var bóndi á Hæli og síðan kom Gestur sonur hans (1880-1918). Sonur Gests, bóndi í austurbænum á Hæli, var Einar (1908-1984) en við keflinu af honum tók sonurinn Ari (f. 1950). Bróðir Ara er Gestur (f. 1941) sem lengi var auglýsingastjóri Morgunblaðsins. Sonur þess Gests er Einar, núverandi bóndi á Hæli (f. 1966), og stundum er með honum í búverkum sonurinn Gestur (f. 1987).

Í vesturbænum býr svo frændfólk Einars Gestssonar, þess sem hér er til viðtals.

Dáist að sögu langafa

...