Knattspyrnukonan Kristín Dís Árnadóttir stefnir á að snúa aftur í atvinnumennsku einn daginn en hún gekk til liðs við uppeldisfélag sitt Breiðablik á dögunum. Varnarmaðurinn, sem er 24 ára gamall, skrifaði undir samning sem gildir út yfirstandandi…
Ísland Kristín Dís hefur verið viðloðandi íslenska landsliðshópinn undanfarin ár en hún á að baki 90 leiki í efstu deild með Breiðabliki og Fylki.
Ísland Kristín Dís hefur verið viðloðandi íslenska landsliðshópinn undanfarin ár en hún á að baki 90 leiki í efstu deild með Breiðabliki og Fylki. — Morgunblaðið/Eggert

Fótbolti

Bjarni Helgason

bjarnih@mbl.is

Knattspyrnukonan Kristín Dís Árnadóttir stefnir á að snúa aftur í atvinnumennsku einn daginn en hún gekk til liðs við uppeldisfélag sitt Breiðablik á dögunum.

Varnarmaðurinn, sem er 24 ára gamall, skrifaði undir samning sem gildir út yfirstandandi keppnistímabil en hún kemur til Blika frá danska úrvalsdeildarfélaginu Bröndby þar sem hún hafði leikið frá árinu 2022.

Kristín Dís á að baki 90 leiki fyrir Breiðablik og Fylki í efstu deild þar sem hún hefur skorað sjö mörk en hún lék á láni hjá Fylki fyrri hluta tímabilsins 2016. Þá hefur hún verið viðloðandi íslenska landsliðið undanfarin ár en á þó eftir að spila sinn fyrsta A-landsleik. Hún á að baki 29 leiki fyrir yngri

...