Sprotafyrirtækið Opus Futura hefur smíðað ráðningarlausn sem breytir því hvernig fyrirtæki og einstaklingar tengjast. Markmið lausnarinnar er að veita einstaklingum tækifæri til að parast við öll laus störf, óháð því hvort þeir eru í atvinnuleit eða …
Störf Fram kemur að kröfur atvinnulífsins séu að breytast, vægi hefðbundinnar menntunar minnki og meira sé horft í hvað einstaklingurinn getur.
Störf Fram kemur að kröfur atvinnulífsins séu að breytast, vægi hefðbundinnar menntunar minnki og meira sé horft í hvað einstaklingurinn getur.

Magdalena Anna Torfadóttir

magdalena@mbl.is

Sprotafyrirtækið Opus Futura hefur smíðað ráðningarlausn sem breytir því hvernig fyrirtæki og einstaklingar tengjast. Markmið lausnarinnar er að veita einstaklingum tækifæri til að parast við öll laus störf, óháð því hvort þeir eru í atvinnuleit eða ekki, án þess að þurfa að ganga í gegnum tímafrekt umsóknarferli.

Helga Jóhanna Oddsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Opus Futura, segir í samtali við Morgunblaðið að stjórnendur hafi undanfarin ár fundið fyrir að erfitt sé að finna rétta starfsfólkið. Þá sýna rannsóknir að mikill meirihluti fólks á vinnumarkaði sæki ekki um störf, þótt það myndi ávallt skoða tækifærið ef það byðist. Mikilvægt sé að breyta aðferðunum við að finna rétta fólkið svo að þær verði í takt við

...