Rúm 2% af tekjum Samtakanna '78 eru félagsgjöld. Samtökin segja félagsmenn fimmtán hundruð. Félagsgjöldin benda til að þeir séu aðeins um sex hundruð.
Einar S. Hálfdánarson
Einar S. Hálfdánarson

Einar S. Hálfdánarson

Samkvæmt alþjóðlegri skilgreiningu þarf starfsemi m.a. að uppfylla eftirfarandi skilyrði til að teljast frjáls félagasamtök: Vera rekin utan hins opinbera (ríkis eða sveitarfélaga). Hún má til dæmis ekki vera hluti af einhverri opinberri stofnun. Starfsemin þarf að vera byggð á frjálsri félagsaðild og er að einhverju leyti byggð á sjálfboðastarfi og fjárhagslegum framlögum einstaklinga. Athyglisvert er að skoða Samtökin '78 út frá þessum viðmiðum.

Við skoðun á ársreikningum samtakanna sést að aðeins rétt rúm 2% af tekjum þeirra eru frjáls félagsgjöld. Samtökin segja fimmtán hundruð manns vera félagsmenn en félagsgjöldin benda til þess að þeir séu aðeins um sex hundruð. Samkynhneigðir teljast að líkindum vera a.m.k. um þrettán þúsund á landinu. Þorri þeirra telur sig sem sé ekki eiga samleið með Samtökunum '78. Hvað

...