Byggjum upp þekkingarsamfélag með áherslu á náttúruvá og þverfaglega nálgun til að mæta breytingum t.d. á sviði gervigreindar, líf- og erfðatækni.

Karl Guðmundur Friðriksson/Sævar Kristinsson

Fyrr í sumar var fjallað nokkuð um mögulegt nám í hamfarafræðum í kjölfar greinar eftir þá Þorvald Þórðarson og Ásmund Friðriksson, Hamfaranám og náttúruvá, og viðtals við Ólínu Kerúlf Þorvarðardóttur deildarforseta félagsvísindadeildar Háskólans á Bifröst. Í greininni er lagt til að komið verði á laggirnar þverfaglegu námi á umræddu sviði. Þar er meðal annars sagt að „Náttúruvá snýst ekki eingöngu um náttúruleg ferli, heldur snertir hún öll svið samfélagsins.“. Ólína benti á að Háskólinn á Bifröst bjóði upp á meistaranám í áfallastjórnun og sé að fara af stað með BA-nám í öryggisfræðum og almannavörnum.

Nú er það þannig að til er alþjóðleg fræðigrein sem tekur á mörgum þeim atriðum sem nefnd eru í grein Þorvaldar og Ásmundar, það er að greina og meta óvissu í tengslum við breytingar í

...