Það fylgja því bæði áskoranir og tækifæri að starfa á markaði sem breytist jafn ört og í dag

Lögfræði

Eva Margrét Ævarsdóttir

Lögmaður á LEX lögmannsstofu

Ísland hefur verið aðili að EES-samningnum í rúm 30 ár. Samningurinn hefur haft mikil áhrif á efnahagsumhverfi landsins en Ísland hefur fest í lög og reglur fjöldann allan af reglum sem samþykktar hafa verið á vettvangi ESB í gegnum samninginn. Þar hleypur fjöldi samþykktra gerða á hundruðum á hverju ári síðustu ár.

Nú eru nýafstaðnar kosningar hjá Evrópuþinginu. Í aðdraganda kosninganna var umræða um samkeppnishæfni álfunnar fyrirferðarmikil. Á síðasta kjörtímabili voru loftslagsmál í brennidepli og fjöldi aðgerða samþykktur sem miða að því að bregðast við áskorunum sem þeim fylgja og var í því sambandi vísað til hinna grænu umskipta samkvæmt hinum græna evrópska sáttmála. ESB hefur

...