Systurnar Frá vinstri: Þórarna, Jónína og Rannveig.
Systurnar Frá vinstri: Þórarna, Jónína og Rannveig.

Jónína Ólafsdóttir fæddist 14. ágúst 1984 á Egilsstöðum. „Fyrstu fimm æviárin ólst ég upp á Borgarfirði eystri þar sem faðir minn starfaði sem skólastjóri. 1989 flutti fjölskyldan að Laugum í Reykjadal þar sem við bjuggum næstu fimm árin. Þegar ég var 10 ára gömul fluttum við yfir Fljótsheiðina í Ljósavatnsskarð þar sem pabbi tók við sem skólastjóri í Stórutjarnaskóla og mamma sem grunn- og leikskólakennari.“

Jónína útskrifaðist 19 ára gömul sem stúdent frá Verkmenntaskólanum á Akureyri og í framhaldi af því lá leiðin suður í Háskóla Íslands. „Á menntaskólaárum starfaði ég á sumrin á Hótel Eddu á Stórutjörnum þar sem ég hafði tækifæri til að búa á heimaslóðum. Einnig starfaði ég sem flokksstjóri í unglingavinnu hjá Akureyrarbæ, í Sjallanum á Akureyri og á fleiri stöðum.“

Árið 2008 brautskráðist Jónína með BA-próf í íslensku

...