Inni á facebooksíðu Sósíalistaflokksins, inn á milli netníðsins þar sem viðskiptamönnum er líkt við Pablo Escobar og Al Capone og boðaðar eru byltingar um svörtustu hugmyndir sögunnar, má finna þessa huggulegu mynd hér að ofan úr kaffiboði á vegum flokksins. Sósíalistar eru í grunninn bara fólk sem vill borða köku eins og aðrir, það vill bara að einhver annar baki kökuna.

Kökur verða þó ekki til af sjálfu sér. Það eru í grunninn tvær leiðir til að koma færandi hendi með köku í sósíalistakaffi – annaðhvort að kaupa hana eða baka sjálfur.

Til að kaupa sósíalistaköku í bakaríi þarf einhvern, í þessu tilviki bakara, sem hefur hætt eigin fjármagni og tíma til að stofna til reksturs, leigja húsnæði, ráða til sín starfsfólk og borga því laun ásamt launatengdum gjöldum til hins opinbera, panta vörur frá birgjum sem hafa gert slíkt hið sama, sinna bókhaldi, huga að verðlagningu

...