Við viljum endilega skoða aðkomu fleiri áhugasamra, því þetta er verkefni sem mun halda áfram að taka til sín fjármagn. Við munum halda áfram að byggja okkur upp og þetta verkefni getur verið spennandi fjárfestingarkostur fyrir þolinmótt fjármagn.
Hákon og Tobba hafa þekkst frá því þau voru unglingar og hafa keppt saman fyrir Íslands hönd. Nú keppa þau saman að því að þróa nýja vöru.
Hákon og Tobba hafa þekkst frá því þau voru unglingar og hafa keppt saman fyrir Íslands hönd. Nú keppa þau saman að því að þróa nýja vöru. — Morgunblaðið/Eyþór

„HAp+ er ferskur moli með kalki en það er nákvæmt hlutfall sýrukalks sem gerir það að verkum að hann er mjög öflugur munnvatnsörvandi miðill. Hann örvar venjulegt magn munnvatns tuttugufalt, án þess að valda glerungseyðingu á tönnum,“ útskýrir Tobba. „Tannlæknafélag Íslands lagði nafn sitt við vöruna árið 2017. Tannlæknar bæði mæla með og bjóða upp á HAp+ á tannlæknastofum, sem er alveg einstakt, því að þetta er bragðgóður moli sem minnir svolítið á sælgæti, en hann viðheldur heilbrigði tanna og munnhols með öflugu munnvatnsflæði.“

Leiðir Tobbu og Hákons lágu fyrst saman fyrir margt löngu. „Við Hákon höfum þekkst nánast síðan við vorum að slíta barnsskónum. Við kynntumst sem unglingar. Hann bjó að vísu á Húsavík og ég í Reykjavík, hann var í íþróttafélaginu HSÞ og ég í ÍR, en við vorum bæði valin í úrvalshóp árið 2000 en þá vorum við talin

...