Sigurður Jónsson fæddist 20. júní 1941. Hann lést 26. júlí 2024.

Foreldrar hans voru Elín Jónsdóttir, f. 6. júní 1915, d. 30. janúar 2008, og Gústaf Elí Pálsson, f. 20. janúar 1907, d. 30. júlí 1977.

Útför fer fram frá Lindakirkju í Kópavogi í dag, 14. ágúst 2024, klukkan 15.

Elsku besti Siggi minn, nú er komið að kveðjustundinni. Eftir næstum tveggja ára ára baráttu, bæði á sjúkrahúsum og hjúkrunarheimilum, kvaddir þú okkur, en alltaf varstu bjartsýnn á að koma aftur heim. Tveimur dögum fyrir andlátið spurðir þú mig: „Hvenær förum við heim?“

Ég sá þig fyrst þegar ég var að fljúga sem flugfreyja og þú varst að vinna sem flugvirki fyrir Loftleiðir í Lúxemborg. Við flugfreyjurnar vorum að undirbúa flugvélina fyrir brottför þegar inn kemur

...