Tímamót eru hjá Skákskóla Íslands um þessar mundir þegar stórmeistarinn kunni Helgi Ólafsson hættir sem skólastjóri eftir áralangt starf og við starfinu tekur Eyjamaðurinn Björn Ívar Karlsson. Stjórn Skákskólans tilkynnti um ráðninguna í gær og þar…
Hressir Björn Ívar (t.v.) við skákskýringar ásamt Ingvari Þór Jóhannessyni, formanni Taflfélags Reykjavíkur.
Hressir Björn Ívar (t.v.) við skákskýringar ásamt Ingvari Þór Jóhannessyni, formanni Taflfélags Reykjavíkur.

Kristján Jónsson

kris@mbl.is

Tímamót eru hjá Skákskóla Íslands um þessar mundir þegar stórmeistarinn kunni Helgi Ólafsson hættir sem skólastjóri eftir áralangt starf og við starfinu tekur Eyjamaðurinn Björn Ívar Karlsson. Stjórn Skákskólans tilkynnti um ráðninguna í gær og þar kemur fram að Björn búi að mikilli reynslu af skipulagningu kennslu og uppbyggingu afreksstarfs á öllum styrkleikastigum.

„Ég tel að Skákskólinn sé visst akkeri í skákþjálfun á Íslandi. Við búum reyndar það vel hérlendis að eiga mörg öflug taflfélög sem halda úti skákæfingum fyrir börn og ungmenni. Mín skoðun er sú að skólinn sé miðpunkturinn með áherslu á afreksþjálfun,“ segir Björn og segir skólann vera vettvang fyrir börn og unglinga sem vilji æfa meira en gengur og gerist á hefðbundnum

...