Sólveig R. Gunnarsdóttir fjármálaráðgjafi er gestur Dagmála á mbl.is.
Sólveig R. Gunnarsdóttir fjármálaráðgjafi er gestur Dagmála á mbl.is. — Morgunblaðið/Hallur

Mikilvægt er að forgangsraða sparnaði og hafa það sem fyrsta verk eftir að hafa fengið útborgað að leggja til hliðar.

Þetta segir Sólveig Ragnheiður Gunnarsdóttir, fjármálaráðgjafi hjá Sólveig consulting, en hún er gestur í Dagmálaþætti sem sýndur er á mbl.is.

Hún segir að Warren Buffet hafi talað um að mikilvægt sé að borga sjálfum sér fyrst.

„Það er líka góð regla að gera sparnaðinn sjálfvirkan og leggja til dæmis 5.000 krónur á mánuði eða meira í sjóð eða inn á sparnaðarreikning. Þannig gerir maður sparnað að reglu,“ segir Sólveig og nefnir til sögunnar 50/30/20-regluna sem gott viðmið. Í henni felst að 50% af útborguðum launum sé ráðstafað í nauðsynjar, 30% í skemmtun og 20% í sparnað.

„Aðstæður fólks eru þó mismunandi og sumir

...