„Okkur langaði til þess að skapa fleiri tækifæri fyrir ungt fólk til að spila kammertónlist saman,“ segir Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir sellóleikari í samtali við Morgunblaðið um kammertónlistarhátíðina Klassík á Eyrinni sem haldin verður í fyrsta sinn um næstu helgi, dagana 17.-18
Tónlist Á myndinni eru f.v.: Sólveig Steinþórsdóttir fiðluleikari, Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir sellóleikari, Þóra Kristín Gunnarsdóttir píanóleikari, Anna Elísabet Sigurðardóttir víóluleikari og Rannveig Marta Sarc fiðluleikari.
Tónlist Á myndinni eru f.v.: Sólveig Steinþórsdóttir fiðluleikari, Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir sellóleikari, Þóra Kristín Gunnarsdóttir píanóleikari, Anna Elísabet Sigurðardóttir víóluleikari og Rannveig Marta Sarc fiðluleikari.

Snædís Björnsdóttir

snaedis@mbl.is

„Okkur langaði til þess að skapa fleiri tækifæri fyrir ungt fólk til að spila kammertónlist saman,“ segir Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir sellóleikari í samtali við Morgunblaðið um kammertónlistarhátíðina Klassík á Eyrinni sem haldin verður í fyrsta sinn um næstu helgi, dagana 17.-18. ágúst. Á hátíðinni, sem fer fram á Norðurlandi, leika ungar íslenskar tónlistarkonur uppáhaldsverk kammerbókmenntanna, allt frá Bach og Beethoven til nútímans, eins og segir í fréttatilkynningu.

Geirþrúður er ásamt Sólveigu Steinþórsdóttur fiðluleikara stofnandi hátíðarinnar, en þær hafa verið vinkonur lengi. „Þetta er í raun gamall tónlistarvinskapur. Við höfum þekkst frá því að við vorum litlar og spilað saman allt frá því að við vorum settar saman í strengjakvartett

...