Jónatan Ingi Jónsson sóknarmaður Vals var besti leikmaður 18. umferðar Bestu deildar karla í knattspyrnu að mati Morgunblaðsins.

Jónatan Ingi átti sannkallaðan stórleik og fékk tvö M fyrir frammistöðu sína þegar Valur vann stórsigur gegn HK, 5:1, á Hlíðarenda sunnudaginn 11. ágúst en 18. umferðin var leikin á sunnudaginn og mánudaginn.

Jónatan fiskaði vítaspyrnu strax á 9. mínútu og hann skoraði svo annað mark Vals á 45. mínútu og kom liðinu 2:1 yfir. Hann bætti við tveimur mörkum til viðbótar í síðari hálfleik og fullkomnaði þar með þrennuna. Þetta var fyrsta þrenna Jónatans í deildinni og þá varð hann fyrsti Valsmaðurinn, að Patrick Pedersen undanskildum, til þess að skora þrennu fyrir Val í efstu deild karla í ellefu ár.

Jónatan, sem er 25 ára gamall,

...