Oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps segir mikla áhættu fólgna í því að staðsetja vindorkugarðinn Búrfellslund á svæði þar sem mest raforkuframleiðsla eigi sér stað sem sé jafnframt eitt virkasta eldfjallasvæði landsins

Ólafur E. Jóhannsson

Egill Aaron Ægisson

Oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps segir mikla áhættu fólgna í því að staðsetja vindorkugarðinn Búrfellslund á svæði þar sem mest raforkuframleiðsla eigi sér stað sem sé jafnframt eitt virkasta eldfjallasvæði landsins. Búrfellslundur er áformaður við Vaðöldu sunnan Sultartangastíflu í Þjórsá.

Sveitarstjórnin muni á næsta fundi sínum skoða hvort virkjunarleyfi fyrir vindorkugarðinum verði kært til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.

Orkustofnun gaf út virkjunarleyfi á mánudag og er kærufrestur 30 dagar.

Haraldur Þór Jónsson er oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Hann gagnrýnir samskipti Orkustofnunar og Landsvirkjunar við Rangárþyng ytra, en uppbygging vindorkugarðsins er áformuð innan

...