Helgi Grímsson
Helgi Grímsson

Fróðlegt viðtal var í Morgunblaðinu á mánudag við Helga Grímsson, sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, um samræmdar mælingar á námsárangri í grunnskólum, en skv. PISA-könnunum er óhætt að tala um nýtt hrun á Íslandi að því leyti.

Svör Helga voru nokkuð mótsagnakennd. Fyrst lét hann í ljós efasemdir um samræmd próf og sér í lagi PISA, sem ætti „að meta menntakerfið í heild sinni. Ekki stöðu einstakra sveitarfélaga eða skóla.“

Skömmu síðar játaði hann þó án fyrirvara að í fyrra starfi sem skólastjóri hefðu samræmd próf veitt honum mjög mikilvægar upplýsingar til að bera saman árangur nemenda. Á það þá ekki líka við um skóla eða sveitarfélög?

Samanburður skóla er honum ekki að skapi: „Það að bera saman skóla á samræmdum mælingum getur verið

...