Arðsemi eigin fjár íslenska bankakerfisins var 9,4% á fyrsta fjórðungi þessa árs og var einungis minni í fjórum ríkjum af 30 Evrópuríkjum sem samantekt evrópska bankaeftirlitsins EBA nær yfir. Meðaltal arðsemi bankakerfa ríkja EES var 14,4% en stærðarvegið meðaltal arðsemi allra banka EES var 10,6%. Íslenska bankakerfið hefur ekki verið neðar í evrópskum samanburði EBA á arðsemi eigin fjár frá upphafi heimsfaraldursins árið 2020.

Gústaf Steingrímsson, hagfræðingur Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu, segir að minnkandi arðsemi megi meðal annars skýra með kólnun hagkerfisins samhliða hækkun stýrivaxta sem leitt hefur af sér minni eftirspurn eftir ýmissi fjármálaþjónustu til viðbótar við varúðarniðurfærslur tengdar náttúruhamförum í Grindavík.

„Það hefur almennt verið áskorun fyrir bankana á síðustu árum að ná arðsemismarkmiðum sem eigendur,

...