Ekki hefur verið ráðist í heildaruppfærslu á fríverslunarsamningi EFTA og Ísraels og engar fyrirætlanir eru uppi um það að svo stöddu. Þetta kemur fram í svari utanríkisráðherra við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar þingmanns Pírata um það hvort…
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra segir í svari sínu að ekki standi til að ráðast í endurskoðun á fríverslunarsamningi EFTA og Ísraels.
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra segir í svari sínu að ekki standi til að ráðast í endurskoðun á fríverslunarsamningi EFTA og Ísraels. — Morgunblaðið/Eyþór

Ekki hefur verið ráðist í heildaruppfærslu á fríverslunarsamningi EFTA og Ísraels og engar fyrirætlanir eru uppi um það að svo stöddu.

Þetta kemur fram í svari utanríkisráðherra við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar þingmanns Pírata um það hvort til álita komi að endurskoða fríverslunarsamning við Ísrael. Í fyrirspurn sinni vísar Andrés Ingi til þess að Ísrael sæti rannsókn vegna aðgerða á Gasa-ströndinni, sem eru tilkomnar vegna árásar hryðjuverkasamtakanna Hamas á Ísrael í byrjun október sl.

Einnig er spurt um skort á tilvísun í mannréttindi í inngangsorðum fríverslunarsamningsins, en því er svarað til að samningurinn við Ísrael sé með þeim elstu sem EFTA hefur gert og þá hafi ekki verið venja að samningar innihéldu slík ákvæði.