Meistaradeildin Hákon Arnar er í stóru hlutverki hjá Lille.
Meistaradeildin Hákon Arnar er í stóru hlutverki hjá Lille. — AFP/Sameer Al-Doumy

Franska knattspyrnuliðið Lille er komið í 4. umferð undankeppni Meistaradeildarinnar eftir samanlagðan sigur á Fenerbahce frá Tyrklandi, sem José Mourinho þjálfar. Seinni leik liðanna lauk með 1:1-jafntefli í Tyrklandi í gær en Lille vann fyrri leikinn heima fyrir. Hákon var á sínum stað í byrjunarliði Lille og spilaði 98. mínútur en hann fór af velli í framlengingunni. Lille mætir Slavia Prag frá Tékklandi í einvígi um sæti í Meistaradeildinni.