Ólympíuleikarnir voru síðast haldnir í París árið 1924. Ráðist var í umtalsverðar endurbætur á innviðum borgarinnar til að halda leikana nú í sumar.
Ólympíuleikarnir voru síðast haldnir í París árið 1924. Ráðist var í umtalsverðar endurbætur á innviðum borgarinnar til að halda leikana nú í sumar. — AFP

Nú þegar Ólympíuleikunum í París er formlega lokið getur verið gagnlegt að glöggva sig á kostnaðarhlið þeirra, en eins og búast mátti við getur það haft mikil útgjöld í för með sér að halda slíka viðburði.

Áætlað er að kostnaður vegna Ólympíuleikanna í París sé um 8,2 milljarðar bandaríkjadala, samkvæmt samantekt hagfræðideildar Oxford-háskóla, sem er um 40% yfir áætlun. Það gerir leikana í ár að sjöttu dýrustu Ólympíuleikunum. Þeir dýrustu verða væntanlega seint toppaðir, en það voru Vetrarólympíuleikarnir í Sotsjí í Rússlandi árið 2014. Áætlaður kostnaður við þá var um 25 milljarðar dala.

Um 9,5 milljónir manna komu til Parísar meðan á leikunum stóð, en til þess að geta tekið á móti fjöldanum var ráðist í miklar endurbætur og uppbyggingu á innviðum. Áætlað er að um 3,2 milljarðar dala hafi því farið í beinar innviðafjárfestingar í París

...