Sundmaðurinn Már Gunnarsson er á leið á sína aðra Paralympics-leika í lok mánaðarins. Hann heldur ásamt íslenska teyminu til Parísar 24. ágúst næstkomandi og keppir svo í 100 metra baksundi í S11, flokki blindra, hinn 1
París Már Gunnarsson er spenntur fyrir því að taka þátt í sínum öðrum Paralympics-leikum. Már keppir í 100 metra baksundi í S11-flokki blindra.
París Már Gunnarsson er spenntur fyrir því að taka þátt í sínum öðrum Paralympics-leikum. Már keppir í 100 metra baksundi í S11-flokki blindra. — Morgunblaðið/Eggert

Paralympics

Gunnar Egill Daníelsson

gunnaregill@mbl.is

Sundmaðurinn Már Gunnarsson er á leið á sína aðra Paralympics-leika í lok mánaðarins. Hann heldur ásamt íslenska teyminu til Parísar 24. ágúst næstkomandi og keppir svo í 100 metra baksundi í S11, flokki blindra, hinn 1. september.

„Þetta er ótrúlegt ferðalag sem maður tekst á hendur við þegar maður ákveður að gera þetta aftur. Það er stutt á milli þessara leika og þeirra síðustu, bara þrjú ár.

Ég hætti eftir síðustu Paralympics,“ sagði Már í samtali við Morgunblaðið er íslenski hópurinn sem fer á leikana, sem samanstendur af fimm keppendum, var kynntur í Toyota í Kauptúni í síðustu viku.

Már keppti á Paralympics í

...