Óhætt er að segja að niðurstöður bandarísku forsetakosninganna í haust muni hafa umtalsverð áhrif á efnahagsstefnu landsins til komandi ára. Nokkur áherslumunur er þó meðal frambjóðendanna tveggja, þeirra Donalds Trumps og Kamölu Harris, um það…
Trump og Xi Jingping þykja báðir harðir í horn að taka í alþjóðamálum.
Trump og Xi Jingping þykja báðir harðir í horn að taka í alþjóðamálum. — Morgunblaðið/AFP

Óhætt er að segja að niðurstöður bandarísku forsetakosninganna í haust muni hafa umtalsverð áhrif á efnahagsstefnu landsins til komandi ára. Nokkur áherslumunur er þó meðal frambjóðendanna tveggja, þeirra Donalds Trumps og Kamölu Harris, um það hvernig best skuli tryggja bandaríska hagsmuni, og þá sérstaklega þegar kemur að viðskiptum við keppinauta á borð við Kína. Sem kunnugt er hefur Donald Trump lengi talað fyrir harðri stefnu í garð Kínverja, en í embættistíð hans hækkaði hann til að mynda innflutningstolla á kínverskar vörur um 25%.

Í útekt Wall Street Journal (WSJ) um málið kemur fram að Trump hafi heitið því að heyja nú enn kröftugra viðskiptastríð við Kínverja, nái hann kjöri. Brot af þeirri stefnu sem Trump hyggst innleiða í þessum efnum er til að mynda hækkun innflutningstolla á kínverskar vörur um allt að 60% en ljóst er að áhrif þess á kínverskt efnahagslíf yrðu

...