Götuhorn Hluti fyrirhugaðra húsa í Hjallahrauni í Hafnarfirði.
Götuhorn Hluti fyrirhugaðra húsa í Hjallahrauni í Hafnarfirði. — Teikning/KRark/ONNO

Pálmar Harðarson, framkvæmdastjóri byggingafyrirtækisins Þingvangs, segir fyrirtækið hafa ákveðið að fresta uppbyggingu 140 íbúða í Hafnarfirði vegna mikils vaxtakostnaðar en því bjóðist nú allt að 14% vextir.

Starfsmenn hans hafi þannig reiknað út að ef fyrirtækið hefði hafið þessar framkvæmdir fyrir hálfu ári þá myndi það í versta falli tapa sem svarar einni íbúð á tveggja til þriggja vikna fresti vegna vaxtakostnaðar frá ársbyrjun 2026.

Hækkar verðið um milljón

Önnur afleiðing svo hás vaxtakostnaðar sé að íbúðirnar 380 á lóðinni verði að jafnaði einni milljón króna dýrari vegna vaxtanna sem safnast á lóðaverðið meðan fyrirtækið bíði eftir vaxtalækkun.

„Því er jafnvel spáð að vextir muni ekki lækka fyrr en um þarnæstu áramót. Það er

...