Skáldsaga Hrein ★★★★· Eftir Aliu Trabucco Zerán. Jón Hallur Stefánsson þýddi. Benedikt bókaútgáfa, 2024. Kilja, 241 bls.
Höfundurinn Gagnrýnandi segir skáldsöguna Hrein eftir Aliu Trabucco Zerán athyglisverða og vel skrifaða.
Höfundurinn Gagnrýnandi segir skáldsöguna Hrein eftir Aliu Trabucco Zerán athyglisverða og vel skrifaða.

Bækur

Einar Falur

Ingólfsson

Þegar frúin á heimilinu þar sem Estela García starfar sem vinnukona stendur hana dag einn að því að máta nýjan kjól sem frúin hafði keypt sér viðurkennir Estela að í huganum hafi kviknað með sér hugsun.

„Mig langaði að sjá hana dauða.“ (36)

Vinnukonan segir áheyrendum sínum að hafa engar áhyggjur, frúin sé ennþá lifandi – það er annar í fjölskylduni sem er látinn. En framkoman við Estelu er alltaf niðrandi og það virðist nánast litið á hana eins og tilfinningalausan þræl á heimilinu; með niðurlægjandi hætti fylgist frúin með vinnukonunni fara úr kjólnum og segir henni að þvo flíkina. Vinnukonan klæddist öðru, þröngum og óþægilegum þernukjólum, einum

...