Yfirbygging Byggt var yfir neðsta hluta kirkjutrappanna til að verja þær veðri og vindum. Verklok munu að líkindum tefjast um heilt almanaksár.
Yfirbygging Byggt var yfir neðsta hluta kirkjutrappanna til að verja þær veðri og vindum. Verklok munu að líkindum tefjast um heilt almanaksár. — Morgunblaðið/Þorgeir

Ekki verður unnt að enduropna kirkjutröppurnar við Akureyrarkirkju í ágúst eins og vonir stóðu til. Sigurður Gunnarsson, verkefnastjóri nýframkvæmda á umhverfis- og mannvirkjasviði Akureyrarbæjar, segir ljóst að þótt framkvæmdir séu komnar á seinni stig verði þeim ekki lokið fyrir þann tíma.

Hann segir framkvæmdina á mjög góðri leið, allar lagnir séu komnar á staðinn og búið að steypa allar tröppur. Eftir eigi að líma granít ofan í en það sé allt saman tilbúið og tilsniðið.

„Múrarar eru að gera klárt til að líma ofan í. Þegar það er búið er hægt að tengja lýsingu og koma fyrir miðjuhandriði. Þetta rekur hvað annað.“ Framkvæmdin er byggingarleyfisskyld að sögn Sigurðar og því ekki hægt að taka hana út fyrr en öllu er lokið, en verklok eru nú áætluð með haustinu. „Það hefur aldrei verið þannig að flýta eigi framkvæmdum

...