Næstkomandi laugardag, 17. ágúst, fer fram í Mosfellsbæ svonefnt Drulluhlaup Krónunnar í samstarfi við Ungmennafélag Íslands og Ungmennafélagið Aftureldingu. Í hlaupinu er tekist á við 21 hindrun sem komast þarf yfir á 3,5 km langri hlaupaleið í…
Busl Ungir þátttakendur vaða vatnið og drulluna í hlaupinu vinsæla.
Busl Ungir þátttakendur vaða vatnið og drulluna í hlaupinu vinsæla.

Næstkomandi laugardag, 17. ágúst, fer fram í Mosfellsbæ svonefnt Drulluhlaup Krónunnar í samstarfi við Ungmennafélag Íslands og Ungmennafélagið Aftureldingu. Í hlaupinu er tekist á við 21 hindrun sem komast þarf yfir á 3,5 km langri hlaupaleið í næsta nágrenni við Íþróttamiðstöð UMFA að Varmá við Skólabraut.

Fanney Bjarnadóttir, verkefnastjóri lýðheilsu hjá Krónunni, segir Drulluhlaupið vera viðburð fyrir alla. Stóra markmiðið í þessu hlaupi sé að komast í gegnum allar hindranirnar sem eru á leiðinni. Viðburðurinn stendur yfir frá kl. 10 til 15 á laugardaginn og er tíminn hafður rúmur svo flestir geti tekið þátt í leiknum.

„Við ætlum eins og áður að leggja áherslu á hreyfingu, gleði og samvinnu. Ég get lofað að hlaupaleiðin verður alveg drulluskemmtileg. Leiðin verður krefjandi á köflum, en engu að

...