Jóhanna Ingvarsdóttir fæddist á Kolgröfum í Eyrarsveit 7. júlí 1945. Hún lést á Droplaugarstöðum 5. ágúst 2024.

Foreldrar hennar voru Ingvar Magnússon bóndi, f. 26. desember 1912 á Dæli í Víðidal, d. 25. mars 1998, og María Magnúsdóttir húsfreyja, f. 13. september 1915 á Kolgröfum í Eyrarsveit, d. 3. júní 2003. Systkini Jóhönnu eru Magnús, kvæntur Kristínu Pálsdóttur, Gunnar Elís, kvæntur Bopit Kamjorn, Gróa Herdís, gift Ragnari Eyþórssyni, og Dísa, gift Lúðvík Hermannssyni.

Eiginmaður Jóhönnu var Sigurður Baldursson læknir, fæddur 30. september 1952 á Stokkseyri. Hann lést í Svíþjóð 20. október 2014. Þau giftu sig 15. júní 1974.

Jóhanna og Sigurður áttu saman fjögur börn, þau eru: 1) Jóhanna María læknir, f. 3. janúar 1975. Eiginmaður hennar er Arnar Þórisson læknir, f. 29. mars 1979. Börn

...