Kvikmyndin Ljósbrot eftir Rúnar Rúnarsson er meðal þeirra mynda sem valdar hafa verið til forvals Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna. Variety var meðal þeirra miðla sem greindu frá tíðindunum í gær en þar kom fram að forvalið væri fyrsta skrefið af…
Leikstjórinn Rúnar Rúnarsson segir viðurkenninguna gífurlega.
Leikstjórinn Rúnar Rúnarsson segir viðurkenninguna gífurlega. — Morgunblaðið/Eggert

Anna Rún Frímannsdóttir

annarun@mbl.is

Kvikmyndin Ljósbrot eftir Rúnar Rúnarsson er meðal þeirra mynda sem valdar hafa verið til forvals Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna. Variety var meðal þeirra miðla sem greindu frá tíðindunum í gær en þar kom fram að forvalið væri fyrsta skrefið af þremur. Næst munu 5.000 meðlimir akademíunnar horfa á og kjósa um valdar myndir og út frá atkvæðum þeirra verða síðan opinberlega birtar tilnefningar í hinum ýmsu flokkum hinn 5. nóvember. Tilkynnt verður svo um vinningshafa á verðlaunahátíðinni sem fram fer 7. desember.

Kvikmyndin Ljósbrot var opnunarmynd á kvikmyndahátíðinni í Cannes, sem fram fór í maí á þessu ári, en þar hlaut hún standandi lófaklapp áhorfenda sem og góða dóma

...