Það er mikilvægt að halda þeirri skattpíningu og óráðsíu sem Reykjavíkurborg ber glöggt merki um frá ríkisfjármálunum.
Diljá Mist Einarsdóttir
Diljá Mist Einarsdóttir

Diljá Mist Einarsdóttir

Morgunblaðið fjallaði á dögunum um þróun fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði, en kveikjan var ný greining Samtaka iðnaðarins. Í leiðara blaðsins var bent á að þótt þessir skattar snertu almenning ekki með beinum hætti hefðu þeir auðvitað áhrif á hann, enda greiddu einstaklingar á endanum þessa skatta eins og aðra. Álögurnar birtast þeim einfaldlega með öðrum hætti.

Framangreind greining SI beinir sjónum að mikilli hækkun fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði. Með sjálftöku sveitarfélaga taki þau til sín sífellt stærri hluta af verðmætasköpuninni. Sveitarfélögin ákveða enda sjálf fjárhæð skattsins innan ákveðins ramma og nær helmingur sveitarfélaga nýtir þar lögbundið hámark til skattheimtu, m.a. Reykjavíkurborg sem lætur auðvitað slík tækifæri til skattpíningar ekki fram hjá sér

...