„Svíþjóð heillar alltaf, landið þar sem við fjölskyldan bjuggum í sjö ár,“ segir Oddur Steinarsson, heimilislæknir í Reykjavík. „Ég og konan mín, Brynja Kristín Þórarinsdóttir, erum nýkomin úr frábærri ferð þar sem við með sænsku…

„Svíþjóð heillar alltaf, landið þar sem við fjölskyldan bjuggum í sjö ár,“ segir Oddur Steinarsson, heimilislæknir í Reykjavík.

„Ég og konan mín, Brynja Kristín Þórarinsdóttir, erum nýkomin úr frábærri ferð þar sem við með sænsku vinafólki klifum fjallið Kebnekaise, sem er hæsta fjall Svíþjóðar, um 2.100 m hátt. Austurleiðin sem við fórum er aðeins farin með leiðsögumönnum. Vissum ekki hvað við vorum bókuð í, en þurftum að fara yfir jökul og klifra upp 200 metra klettavegg. Þetta er norðarlega í Svíþjóð; fjallganga sem var vissulega talsverð áskorun en skemmtilegt verkefni. Hér heima hefur svo margt skemmtilegt komið til í sumar. Þar get ég til dæmis nefnt alveg frábæra hjólareiðaferð sem ég fór í síðasta mánuði með vini mínum um Vesturgötuna svonefndu. Það er leiðin milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar vestur á fjörðum; slóð í hrikalegri náttúru sem nýtur

...