„Ég ætla að fara í skó … nýja skó sem hægt er að dansa á. Það er ekki hægt að dansa á þessum skóm,“ sagði Stórval aðspurður hverju hann ætlaði að klæðast við opnun sýningar sinnar í Vopnafirði árið 1994 og sýnt er frá í heimildarmynd Egils Eðvarðssonar, Stórval
Bakgarðurinn „Árið 1990 vorum við Einar Falur Ingólfsson báðir að vinna sem ljósmyndarar á Morgunblaðinu. Það ár keypti ég mitt fyrsta málverk af Stórval. Einar Falur tók myndina af okkur í bakgarði heimilis hans og vinnustofu,“ segir Börkur Arnarson eigandi i8 gallerís við Tryggvagötu en sýningin Fjallið innra stendur til 5. október.
Bakgarðurinn „Árið 1990 vorum við Einar Falur Ingólfsson báðir að vinna sem ljósmyndarar á Morgunblaðinu. Það ár keypti ég mitt fyrsta málverk af Stórval. Einar Falur tók myndina af okkur í bakgarði heimilis hans og vinnustofu,“ segir Börkur Arnarson eigandi i8 gallerís við Tryggvagötu en sýningin Fjallið innra stendur til 5. október. — Ljósmynd/Einar Falur Ingólfsson

Myndlist

María Margrét Jóhannsdóttir

mariamargret@mbl.is

„Ég ætla að fara í skó … nýja skó sem hægt er að dansa á. Það er ekki hægt að dansa á þessum skóm,“ sagði Stórval aðspurður hverju hann ætlaði að klæðast við opnun sýningar sinnar í Vopnafirði árið 1994 og sýnt er frá í heimildarmynd Egils Eðvarðssonar, Stórval. Í dag verður opnuð sýning á verkum Stórvals í i8 galleríi, Fjallið innra, og ekki er ólíklegt að Stórval færi í nýja skó við tilefnið væri hann enn með okkur.

Til marks um inngildingu

Skiptar skoðanir voru um ágæti verka Stórvals á meðan hann lifði og ekki öllum sem hugnaðist að hafa verkin hans uppi á vegg, hvað þá í stofunni líkt og nú tíðkast. Sé grúskað í Sarpi má sjá að ekki einu

...