Volodimír Selenskí Úkraínuforseti sagði í gær að úkraínskar hersveitir hefðu sótt lengra inn í Rússland í Kúrsk-héraði, en rúm vika er nú liðin frá því að Úkraínumenn hófu innrás sína í Kúrsk-hérað. Þá gerðu Úkraínumenn loftárás á fjóra herflugvelli …
Kúrsk-innrásin Úkraínskur bryndreki sést hér fara yfir landamæri Rússlands og Úkraínu í Súmí-héraði í gær.
Kúrsk-innrásin Úkraínskur bryndreki sést hér fara yfir landamæri Rússlands og Úkraínu í Súmí-héraði í gær. — AFP/Roman Pilipey

Stefán Gunnar Sveinsson

sgs@mbl.is

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti sagði í gær að úkraínskar hersveitir hefðu sótt lengra inn í Rússland í Kúrsk-héraði, en rúm vika er nú liðin frá því að Úkraínumenn hófu innrás sína í Kúrsk-hérað. Þá gerðu Úkraínumenn loftárás á fjóra herflugvelli í Rússlandi í fyrrinótt, og er það talin ein stærsta árás þeirra af þessu tagi á Rússland frá því að innrás Rússa hófst í febrúar 2022.

Selenskí sagði um hádegisbilið í gær að Úkraínuher hefði sótt fram um einn til tvo kílómetra á vissum stöðum víglínunnar frá því um morguninn, og bætti við að rúmlega hundrað rússneskir hermenn hefðu verið teknir til fanga í gær. Sagði Selenskí að það myndi flýta fyrir því að úkraínskir stríðsfangar gætu snúið heim frá Rússlandi.

Rússneska varnarmálaráðuneytið

...