Síðasta verkið í dýramyndaröð breska götulistamannsins leyndardómsfulla Banksys í Lundúnum birtist á girðingu dýragarðsins í Lundúnum á þriðjudag og sýndi górilluapa sleppa fuglum og sel lausum. Á níu dögum birtust jafn margar myndir listamannsins á ýmsum stöðum í borginni, allar af dýrum
Fjallageit Vegfarendur virða fyrir sér mynd af fjallageit sem virðist standa á klettasyllu á húsvegg í Kew Gardens í vesturhluta Lundúna.
Fjallageit Vegfarendur virða fyrir sér mynd af fjallageit sem virðist standa á klettasyllu á húsvegg í Kew Gardens í vesturhluta Lundúna. — AFP/Benjamin Cremel

Guðmundur Sv. Hermannsson

gummi@mbl.is

Síðasta verkið í dýramyndaröð breska götulistamannsins leyndardómsfulla Banksys í Lundúnum birtist á girðingu dýragarðsins í Lundúnum á þriðjudag og sýndi górilluapa sleppa fuglum og sel lausum. Á níu dögum birtust jafn margar myndir listamannsins á ýmsum stöðum í borginni, allar af dýrum.

Karl Penman upplýsingafulltrúi dýragarðsins segir að veggmyndin hafi komið starfsmönnum þar algerlega í opna skjöldu. „Ef þetta er síðasta myndin er hún frábær endapunktur.“

Breska ríkisútvarpið BBC sagðist hafa upplýsingar um að þetta væri lokamyndin í dýramyndaröðinni. Banksy staðfesti á Instagram að hann hefði gert þessar myndir. Óvenjulegt er að myndir listamannsins birtist svona ört en venjulega líða mánuðir

...