Íslenski knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson mun ekki yfirgefa ítalska A-deildarfélagið Genoa nema félaginu takist að finna arftaka hans. Andres Blazquez stjórnarformaður félagsins tilkynnti þetta í samtali við ítalska miðilinn Tuttosport. Albert, sem er 27 ára gamall, hefur verið sterklega orðaður við brottför frá félaginu undanfarna mánuði en ítalska félagið Fiorentina lagði fram tilboð í leikmanninn á dögunum.

„Við höfum fengið nokkur tilboð í leikmanninn en ekkert þeirra er nálægt þeirri upphæð sem við viljum fá fyrir hann,“ sagði Blazquez í samtali við Tuttosport. „Ég skil vel að hann vilji fara í stærra lið, enda á hápunkti ferilsins, en mitt hlutverk er að hugsa um hag Genoa. Við getum ekki leyft honum að fara án þess að vera með einhvern til þess að taka við keflinu af honum,“ bætti stjórnarformaðurinn við en Albert hefur meðal annars verið

...