Undirbúningur Stefán Einar og samstarfsfólk, Ásthildur Hannesdóttir og Hallur Hallsson, í stúdíói Spursmála.
Undirbúningur Stefán Einar og samstarfsfólk, Ásthildur Hannesdóttir og Hallur Hallsson, í stúdíói Spursmála. — Morgunblaðið/María Matthíasdóttir

Umræðuþátturinn Spursmál hefur göngu sína á ný á morgun á mbl.is eftir stutt sumarfrí. Fer hann í loftið klukkan 14.00 og verður í kjölfarið aðgengilegur á mbl.is og öllum helstu streymisveitum.

Fyrstu gestir þáttarins verða þau Stefán Pálsson, sagnfræðingur og varaborgarfulltrúi, og Sigríður Á. Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra. Munu þau fara yfir helstu fréttir liðinnar viku en einnig skyggnast yfir þau mál sem hæst bar á góma yfir sumarmánuðina.

Að því spjalli loknu ræðir Stefán Einar Stefánsson stjórnandi þáttarins við Einar Þorsteinsson borgarstjóra. Á morgun verða sjö mánuðir liðnir frá því að hann tók við embætti af Degi B. Eggertssyni.

Fyrsti þáttur Spursmála fór í loftið þann 1. desember í fyrra og hafa Spursmál markað sér sess sem beinskeyttasti og fjörlegasti umræðuþátturinn hér á landi um þjóðfélagsmál, bæði innlend og erlend. Vöktu viðtöl Stefáns Einars við frambjóðendur til embættis forseta Íslands meðal annars mikla athygli.

...