Sláturhúsið Egilsstöðum Rask ★★★★· Agnieszka Sosnowska sýnir. Ljóð: Ingunn Snædal. Sýningarstjórar: Ragnhildur Ásvaldsdóttir & Wiola Ujazdowska. Sýningin stendur til 31. ágúst og er opin kl. 11-16 frá þriðjudegi til föstudags, kl. 13-16 laugardaga og sunnudaga.
Einn veggur sýningarinnar Vetrarmyndir, dyr, landslag, sjálfsmyndir, maður með hund og brotið tré.
Einn veggur sýningarinnar Vetrarmyndir, dyr, landslag, sjálfsmyndir, maður með hund og brotið tré. — Ljósmyndir/Hlynur Helgason

Myndlist

Hlynur

Helgason

Pólsk-bandaríski ljósmyndarinn Agnieszka Sosowska sýnir um þessar mundir verk sín í Sláturhúsinu á Egilsstöðum. Sýningin, sem ber titilinn Rask, er unnin í samvinnu við ljóðskáldið Ingunni Snædal. Það sem fyrir augu ber er viðamikil röð svart-hvítra ljósmynda Agnieszku. Í einu horni salarins má heyra upplestur á ljóði sem Ingunn hefur samið við verk Agnieszku. Þau stemma á skemmtilegan hátt við myndirnar en hafa helst til lítil áhrif á heildarmynd sýningarinnar, eru helst til lágstemmd en áhorfendur eru hvattir til að njóta þeirra með því að setjast niður í horninu.

Agnieszka fæddist í Póllandi en flutti 15 ára til Bandaríkjanna þar sem hún lærði ljósmyndun í Boston. Hún hefur búið á Íslandi undanfarin fimmtán ár,

...