Orðuhafar Halla Tómasdóttir veifar til mannfjöldans 1. ágúst síðastliðinn. Birgir Ármannsson er henni við hlið og ber stórkross fálkaorðunnar. Það gera einnig Björn Skúlason eiginmaður Höllu og Bjarni Benediktsson.
Orðuhafar Halla Tómasdóttir veifar til mannfjöldans 1. ágúst síðastliðinn. Birgir Ármannsson er henni við hlið og ber stórkross fálkaorðunnar. Það gera einnig Björn Skúlason eiginmaður Höllu og Bjarni Benediktsson. — Morgunblaðið/Eyþór

Birgir Ármannsson forseti Alþingis var sæmdur stórkrossi íslensku fálkaorðunnar hinn 10. maí síðastliðinn. Þetta staðfestir forsetaritari og ritari orðunefndar í skriflegu svari til Morgunblaðsins. Athygli vakti við innsetningu nýs forseta í embætti 1. ágúst síðastliðinn að Birgir bar orðuna í jakkaboðungi og í bandi sem lagt er um vinstri öxl og í henni hangir kross orðunnar við mjöðm. Eftirgrennslan Morgunblaðsins leiddi í ljós að Birgir er ekki á lista yfir orðuhafa sem opinber er á heimasíðu forsetaembættisins.

Hefð er fyrir því að sæma handhafa forsetavalds, forsætisráðherra, forseta hæstaréttar og forseta Alþingis, fálkaorðunni. Í fyrri tíð var hefðin sú að forseti Alþingis hlyti fjórða æðsta stig orðunnar, stórriddarakross, og hið sama hefur gilt um þá sem gegnt hafa embætti forseta Hæstaréttar. Því er brugðið út af þeirri venju nú þegar Birgir hlýtur hinn svokallaða stórkross, sem er næstæðsta

...