Hugi er 24 ára gamall og er meðlimur í íslenska kokkalandsliðinu sem gerði garðinn frægan á Ólympíuleikunum í matreiðslu í ár þegar það hlaut bronsverðlaun. Hugi veit fátt skemmtilegra en að grilla á sumrin og er iðinn við að grilla hamborgara og…
Subbupésinn Hamborgarinn hans Huga er hinn girnilegasti með bræddri ostablöndu, beikonsultu, pikkluðum rauðlauk, steiktum sveppum og chipotle-sósu.
Subbupésinn Hamborgarinn hans Huga er hinn girnilegasti með bræddri ostablöndu, beikonsultu, pikkluðum rauðlauk, steiktum sveppum og chipotle-sósu. — Ljósmyndir/Anton Brink

Sjöfn Þórðardóttir

sjofn@mbl.is

Hugi er 24 ára gamall og er meðlimur í íslenska kokkalandsliðinu sem gerði garðinn frægan á Ólympíuleikunum í matreiðslu í ár þegar það hlaut bronsverðlaun. Hugi veit fátt skemmtilegra en að grilla á sumrin og er iðinn við að grilla hamborgara og bera þá fram með girnilegu meðlæti sem kitlar bragðlaukana.

„Minn uppáhalds er grillaður hamborgari í kartöfluhamborgarabrauði frá Le Kock, með tvöfaldri ostablöndu af cheddar- og amerískum osti, heimagerðri beikonsultu, chipotle-majónesi, steiktum sveppum, pikkluðum rauðlauk og stökkum lauk,“ segir Hugi og bætir við að þessi borgari sé subbulega góður að njóta.

„Ég nota eingöngu hamborgarabrauðin frá Le Kock þegar ég geri hamborgara. Það eru bestu kartöflubrauðin sem þú kemst í og það

...