Vésteinn Hafsteinsson afreksstjóri ÍSÍ er ánægður með frammistöðu íslensku ólympíufaranna fimm sem kepptu í París. Skotfimimaðurinn Hákon Þór Svavarsson varð fjórði í röð Íslendinganna og kúluvarparinn Erna Sóley Gunnarsdóttir sú fimmta og síðasta
París Vésteinn Hafsteinsson var ráðinn afreksstjóri Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands í janúar á síðasta ári en hann fylgdi Íslendingunum til Parísar.
París Vésteinn Hafsteinsson var ráðinn afreksstjóri Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands í janúar á síðasta ári en hann fylgdi Íslendingunum til Parísar. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Ólympíuleikar

Jóhann Ingi Hafþórsson

johanningi@mbl.is

Vésteinn Hafsteinsson afreksstjóri ÍSÍ er ánægður með frammistöðu íslensku ólympíufaranna fimm sem kepptu í París. Skotfimimaðurinn Hákon Þór Svavarsson varð fjórði í röð Íslendinganna og kúluvarparinn Erna Sóley Gunnarsdóttir sú fimmta og síðasta.

„Þau stóðu sig svipað og stóðu sig vel, svona miðað við að þau koma inn nánast síðust. Erna kom inn í 31. sæti af 32 og Hákon í 30. sæti af 30. Hákon endar 23. og hún 20. og það er gott og undir pari,“ sagði Vésteinn í samtali við Morgunblaðið í París.

Á leikunum í Tókýó fyrir þremur árum var Vésteinn að þjálfa Svíana Daniel Ståhl og Simon Pettersson. Ståhl varð ólympíumeistari og Pettersson í öðru sæti og þekkir

...