Vöxtur golfklúbbsins á Selfossi heldur áfram og á næstunni dregur til tíðinda hjá klúbbnum þegar fimm nýjar brautir verða teknar í notkun. Svarfhólsvöllur á Selfossi verður þá 14 holu völlur en hefur fram til þessa verið níu holu völlur
Við Ölfusá Hlynur Geir Hjartarson og Haukur Hreinsson við vinnu á einni af nýju flötunum fyrr í sumar.
Við Ölfusá Hlynur Geir Hjartarson og Haukur Hreinsson við vinnu á einni af nýju flötunum fyrr í sumar. — Ljósmynd/Edwin Roald

Kristján Jónsson

kris@mbl.is

Vöxtur golfklúbbsins á Selfossi heldur áfram og á næstunni dregur til tíðinda hjá klúbbnum þegar fimm nýjar brautir verða teknar í notkun. Svarfhólsvöllur á Selfossi verður þá 14 holu völlur en hefur fram til þessa verið níu holu völlur.

„Við ætlum að opna nýjar holur formlega hinn 24. ágúst. Við gerum það með pompi og prakt því þá verðum við með opið 14 holu mót,“ segir framkvæmdastjórinn Hlynur Geir Hjartarson sem staðið hefur í stafni hjá Golfklúbbi Selfoss undanfarin ár.

Meðlimir í klúbbnum eru nú 713 talsins en voru um 420 árið 2018 þegar framkvæmdir hófust við að stækka og breyta vellinum. Árið 2022 voru þrjár nýjar brautir teknar í notkun í stað þriggja sem teknar voru út vegna byggingar

...