Stefnt var að því að viðræður um vopnahlé á átökunum fyrir botni Miðjarðarhafs yrðu haldnar í Doha höfuðborg Katar í dag. Forsætisráðherra Ísraels, Benjamín Netanjahú, staðfesti í gær að Ísraelar myndu senda samninganefnd til Doha, en í henni verða…
Gasa Ung stúlka sést hér á Nasser-sjúkrahúsinu í Khan Younis.
Gasa Ung stúlka sést hér á Nasser-sjúkrahúsinu í Khan Younis. — AFP/Bashar Taleb

Stefnt var að því að viðræður um vopnahlé á átökunum fyrir botni Miðjarðarhafs yrðu haldnar í Doha höfuðborg Katar í dag. Forsætisráðherra Ísraels, Benjamín Netanjahú, staðfesti í gær að Ísraelar myndu senda samninganefnd til Doha, en í henni verða meðal annars David Barnea, yfirmaður leyniþjónustunnar Mossad, og Ronen Bar, yfirmaður öryggisþjónustunnar Shin Bet.

Ekki var búið að tryggja í gær þátttöku hryðjuverkasamtakanna Hamas, en stjórnvöld í Katar voru í viðræðum við forvígismenn samtakanna í gær. Sagði heimildarmaður AFP-fréttastofunnar innan Hamas að samtökin væru enn í talsambandi við milligöngumenn.

Bandaríkin, Egyptaland og Katar hafa séð um milligöngu í vopnahlésviðræðum síðustu mánaða, en ríkin þrjú skoruðu á bæði Ísrael og Hamas-samtökin í síðustu viku að hefja viðræður á ný til þess að reyna að koma á friði án

...