Guðný Erla Jónsdóttir, ávallt kölluð Erla, fæddist á Einlandi í Grindavík 14. september 1929. Hún lést á Droplaugarstöðum 17. júlí 2024.

Foreldrar Erlu voru Jón Þórarinsson útvegsbóndi, Einlandi í Grindavík, f. 5. mars 1864, d. 12. júlí 1939, og Katrín Ísleifsdóttir, skraddari/klæðskeri og húsfreyja á Einlandi í Grindavík, f. 17. febrúar 1894, d. 9. mars 1972. Erla var þriðja í röð fjögurra alsystkina. Hin voru: Jóna Guðbjörg, Ísleifur og Valgerður Þórunn (Gerða). Öll eru þau látin. Jóna Guðbjörg lést í frumbernsku en Ísleifur og Gerða náðu fullorðinsaldri. Hálfsystkini samfeðra voru sjö: Margrét, Sigríður, Guðjón, Soffía Þórlaug, Guðmundur, Jón og Guðbjörg. Þau eru öll látin.

Erla giftist Kristmundi Steinssyni, f. 5. janúar 1924, d. 5. apríl 2006, frá Hrauni á Skaga 9. september 1961. Þau eignuðust saman fjögur börn, en fyrir átti Erla

...