Lilja Dögg Alfreðsdóttir
Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Auðlindir og nýting þeirra er eitt af stærstu hagsmunamálum hvers þjóðríkis og gæta ber þeirra í hvívetna. Það styttist í að Alþingi komi saman að nýju eftir sumarleyfi til þess að fjalla um hin ýmsu málefni. Fyrir þinginu að þessu sinni mun meðal annars liggja fyrir frumvarp um rýni á fjárfestingum erlendra aðila vegna þjóðaröryggis og allsherjarreglu. Með orðinu rýni í þessu samhengi er átt við greiningar og mat á því hvort að viðskiptaráðstafanir sem tryggja erlendum aðilum eignaraðild, veruleg áhrif eða yfirráð yfir atvinnufyrirtækjum eða fasteignaréttindum hér á landi, ógni þjóðaröryggi eða allsherjarreglu.

Gildandi löggjöf um þessi mál er komin til ára sinna og er forgangsmál að úr því verði bætt enda er Ísland orðið eftirbátur helstu samanburðaríkja í þessum efnum. Þannig hafa til að mynda flest ríki á Evrópska efnahagssvæðinu og aðildarríki Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) sett

...

Höfundur: Lilja Dögg Alfreðsdóttir