Eitt af því sem ég hef gaman af í lífinu er að ögra sjálfri mér, sem getur vissulega verið uppbyggilegt og jákvætt – en stundum öfugt. Eins myrkfælin og ég er þá hef ég undarlega ánægju af að horfa á glæpaþætti, þrillera og heimildarmyndir um mannshvörf og morð
Yara Massimo Bossetti var sakfelldur í málinu.
Yara Massimo Bossetti var sakfelldur í málinu. — Netflix/skjáskot

Guðrún S. Sæmundsen

Eitt af því sem ég hef gaman af í lífinu er að ögra sjálfri mér, sem getur vissulega verið uppbyggilegt og jákvætt – en stundum öfugt. Eins myrkfælin og ég er þá hef ég undarlega ánægju af að horfa á glæpaþætti, þrillera og heimildarmyndir um mannshvörf og morð. Það er einhvers konar neikvæð ögrun fólgin í því.

Þessa dagana gefst ekki mikill tími til hámhorfs en ég leyfi mér stöku sinnum þann lúxus að „tjilla“ fyrir framan sjónvarpið. Síðast horfði ég á The Yara Gambirasio Case, þætti á streymisveitunni Netflix. Þættirnir fjalla um hvarf og hrottalegt morð á 13 ára ítalskri stúlku, Yöru Gambirasio, síðla árs 2010. Aðeins er ferðast fram og til baka í tíma, sem eykur á spennustigið þegar fylgst er með þáttunum.

...