„Þetta hefur verið skemmtilegt sumar. Við Sólveig Huld konan mín og Ásdís Magdalena, yngsta dóttir okkar, vorum í júní í tæpar tvær vikur í Kaupmannahöfn, þar sem Jón Víðir sonur okkar býr með unnustu sinni. Þar lifðum við að hætti Dana; fórum vítt um á reiðhjóli og komumst mjög greiðlega yfir. Kaupmannahöfn er ævintýraborg sem hefur upp á svo margt að bjóða,“ segir Þorvaldur Víðisson, prestur við Bústaðakirkju í Reykjavík.

„Frá Kaupmannahöfn fórum við Sólveig Huld svo til Oslóar og norður til Lillehammer; gengum þar við stórvatnið Mjösa sem var mjög áhugavert. Þarna var með okkur sonurinn Fróði Kristinn. Annars höfum við mest verið hér heima í sumar og af mörgu ágætu að undanförnu nefni ég til dæmis sjósundsæfingu í Fossvogi. Ég gef mig ekki út fyrir að vera töffari og sjórinn var ansi kaldur að svamla í. En sundið var skemmtilegt og gaman að hafa

...