Valur og Breiðablik mætast í úrslitaleik bikarkeppni kvenna í knattspyrnu, Mjólkurbikarnum, í stórleik tveggja bestu liða landsins á Laugardalsvelli annað kvöld. Breiðablik tekur þátt í sínum fjórða bikarúrslitaleik í röð en liðið hefur tapað…
Fyrirliðar Elísa Viðarsdóttir fyrirliði Vals og Ásta Eir Árnadóttir fyrirliði Breiðabliks með bikarinn í gær.
Fyrirliðar Elísa Viðarsdóttir fyrirliði Vals og Ásta Eir Árnadóttir fyrirliði Breiðabliks með bikarinn í gær. — Morgunblaðið/Eggert

Bikarkeppni

Gunnar Egill Daníelsson

gunnaregill@mbl.is

Valur og Breiðablik mætast í úrslitaleik bikarkeppni kvenna í knattspyrnu, Mjólkurbikarnum, í stórleik tveggja bestu liða landsins á Laugardalsvelli annað kvöld. Breiðablik tekur þátt í sínum fjórða bikarúrslitaleik í röð en liðið hefur tapað síðustu tveimur úrslitaleikjum eftir að hafa orðið bikarmeistari árið 2021.

Valur er ríkjandi Íslandsmeistari auk þess að vera á toppi Bestu deildarinnar sem stendur. Breiðablik er þar í öðru sæti, einu stigi á eftir Val og toppbaráttan því í algleymingi.

Liðin mættust síðast í bikarúrslitaleik árið 2022 þegar Valur hafði betur, 2:1. Blikar eiga því harma að hefna. Á morgun mætast liðin í úrslitaleik bikarkeppninnar í tíunda sinn.

...