Það eru til margar tegundir af slúðri og þegar maður les slúður skiptir máli að átta sig á því hvers konar slúður er um að ræða. Er slúðrið byggt á vangaveltum einhvers út frá eigin sjónarhorni eða eru einhverjar heimildir sem liggja þar á bak við?…
Björn Leví Gunnarsson
Björn Leví Gunnarsson

Það eru til margar tegundir af slúðri og þegar maður les slúður skiptir máli að átta sig á því hvers konar slúður er um að ræða. Er slúðrið byggt á vangaveltum einhvers út frá eigin sjónarhorni eða eru einhverjar heimildir sem liggja þar á bak við? Eru heimildirnar munnlegar eða skriflegar? Hversu áreiðanlegar eru heimildirnar? Heimildir geta bara verið vangaveltur einhvers annars sem eru ekki byggðar á neinu nema persónulegum skoðunum viðkomandi.

Það skiptir máli að átta sig á eðli slúðursins, hvort markmið þess sé að reyna að upplýsa fólk um hver staðan sé eða villa um fyrir því. Það er hægt að búa til alls konar ósannar sögur um fólk sem hefur alvöruáhrif á pólitíkina. Í raun má segja að kosningaloforð geti verið svona slúður því að það virðist alltaf gerast að einhver kosningaloforð fuðri bara upp eftir kosningar, verði einhvern veginn að pólitískum ómöguleika eða eitthvað svoleiðis. Loforðið

...

Höfundur: Björn Leví Gunnarsson