Víkingur úr Reykjavík skoraði fimm mörk á fimmtíu mínútum þegar liðið tók á móti Tindastóli í 17. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu í Fossvoginum í gær. Leiknum lauk með stórsigri Víkings, 5:1, en Linda Líf Boama skoraði tvívegis fyrir Víkinga á fyrstu sex mínútum leiksins
Barátta Sauðkrækingurinn Jordyn Thodes og Víkingurinn Gígja Valgerður Harðardóttir eigast við í leik Víkings og Tindastóls í Fossvoginum.
Barátta Sauðkrækingurinn Jordyn Thodes og Víkingurinn Gígja Valgerður Harðardóttir eigast við í leik Víkings og Tindastóls í Fossvoginum. — Morgunblaðið/Arnþór Birkisson

Besta deildin

Bjarni Helgason

bjarnih@mbl.is

Víkingur úr Reykjavík skoraði fimm mörk á fimmtíu mínútum þegar liðið tók á móti Tindastóli í 17. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu í Fossvoginum í gær.

Leiknum lauk með stórsigri Víkings, 5:1, en Linda Líf Boama skoraði tvívegis fyrir Víkinga á fyrstu sex mínútum leiksins. Víkingar bættu við tveimur mörkum til viðbótar um miðjan síðari hálfleikinn áður en Shaina Ashouri bætti við fimmta markinu í upphafi síðari hálfleiks.

Með sigrinum jöfnuðu Víkingar lið Þór/KA að stigum og eru nýliðarnir komnir í fjórða sæti deildarinnar eftir brösótta byrjun á tímabilinu.

Tindastóll er hins vegar áfram í áttunda sætinu með 12 stig og hefur

...