Kristjana Karlsdóttir fæddist í Hvammi á Barðaströnd 9. október 1943. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 30. júlí 2024.

Foreldrar hennar voru hjónin Hákonía Jóhanna Gísladóttir, f. 14. nóvember 1915, d. 18. október 2009, og Karl Sveinsson, f. 29. ágúst 1899, d. 15. janúar 1997. Kristjana var þriðja í röð fjögurra barna þeirra hjóna. Systkinin eru Þuríður Matthildur, f. 17. september 1936, d. 15. október 1990, Gísli Salómon, f. 19. júlí 1940, og Sveinn, f. 4. október 1946.

Hún ólst upp í Hvammi og flutti síðan til Reykjavíkur árið 1971. Hún giftist Birni M. Pálssyni, f. 8. apríl 1939, þann 20. nóvember 1971. Þau hófu búskap í Leirubakka 10 og bjuggu þar til ársins 1987. Þá fluttu þau í Funafold 51 í Grafarvogi í einbýlishús sem þau byggðu sér í sameiningu. Árið 2005 fluttu þau búferlum í Grænlandsleið 51 og bjuggu þar síðan.

...