Víkingasafnið „1238 The Battle of Iceland“ heldur nú úti þremur gestasýningum erlendis. Á sýningunni er hægt að sjá Örlygsstaðabardaga í gegnum sýndarveruleika. Safnið hóf fyrst starfsemi sína á Sauðárkróki árið 2019 og stendur þar enn
Sýndarveruleiki Nútíma víkingur reynir fyrir sér í bardaga með aðstoð sýndarveruleikatækninnar. Sýningu 1238 hefur verið vel tekið.
Sýndarveruleiki Nútíma víkingur reynir fyrir sér í bardaga með aðstoð sýndarveruleikatækninnar. Sýningu 1238 hefur verið vel tekið.

Birta Hannesdóttir

birta@mbl.is

Víkingasafnið „1238 The Battle of Iceland“ heldur nú úti þremur gestasýningum erlendis. Á sýningunni er hægt að sjá Örlygsstaðabardaga í gegnum sýndarveruleika. Safnið hóf fyrst starfsemi sína á Sauðárkróki árið 2019 og stendur þar enn. Þar gefst gestum tækifæri á að upplifa Örlygsstaðabardaga í gegnum sýndarveruleika en hann var afdrifamikill fyrir sögu landsins er við misstum sjálfstæði okkar undir Noregskonung árið 1262.

Nú hefur sýningin teygt sig út fyrir landsteina. Safnið heldur úti einni sýningu í Ungverjalandi í borginni Eger og tveimur sýningum í Vestfold-fylki í Noregi.

Að sögn Freyju Rutar Emilsdóttur framkvæmdastjóra safnsins er Vestfold-fylki í mikilli þróunarvinnu með víkingatengda

...